Blágrænar ofanvatnslausnir - hvað, af hverju og hvernig?

Flokkur: Loftum

Með blágrænum ofanvatnslausnum er meðferð ofanvatns leyst ofanjarðar í stað þess að beina því í neðanjarðar fráveitukerfi. 

Til þess að ofanvatnið valdi ekki óþægindum eða skaða þarf að koma fyrir gegndræpu yfirborði, tjörnum, vatnsfarvegum og ýmsu fleiru af því tagi, sem nefnt er einu nafni “blágrænar ofanvatnslausnir”. 

Blágrænar ofanvatnslausnir eru hagkvæm leið við meðferð ofanvatns og auka seiglu byggðar gagnvart loftslagsbreytingum. Þær nýtast sem hluti mótvægisaðgerða vegna loftslagsbreytinga, þeim sem áhrifum sem tengjast öfgum í veðurfari, með aukinni ársúrkomu og úrkomuákefð, flóðum frá ám og vötnum, í fráveitukerfum og vegna vistkerfisbreytinga. 

Þegar vel er að uppbyggingu staðið leiða þær til; grænkunar byggðar og heilsusamlegra umhverfis fyrir náttúru og samfélag, bæta gæði vatns og lofts, auka líffræðilegan fjölbreytileika og kolefnisbindingu. Þær eru einn lykilþátta til að uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna nr. 11, um sjálfbærar borgir og samfélög.

Ávinningurinn er margþættur en innleiðing krefst nýrrar hugsunar og skilnings um skipulag og uppbyggingu byggðar hjá fagfólki, starfsfólki og kjörnum fulltrúum sveitarfélaga og íbúa. Þær eru almennt nýttar í nýjum hverfum á höfuðborgarsvæðinu og víða og eru orðnar óaðskiljanlegur hluti bæjar- og borgarhönnunar í flestum nágrannalöndum okkar. Einnig er verið að innleiða þær í eldri hverfum og byggð, einkum þar sem fráveitukerfið er einfalt. Þær eru það sem koma skal varðandi meðferð ofanvatns.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Hvað blágrænar ofanvatnslausnir eru, hvernig þær virka og um ávinning þeirra. 

  • Dæmi um notkun þeirra hérlendis og erlendis og leiðir við innleiðingu. 

  • Breytingar á starfsháttum og mikilvægi þverfaglegs samstarfs sérfræðinga á sviðum veitukerfa, skipulags, arkitektúrs, landslagshönnunar, garðyrkju og framkvæmda.

  • Mikilvægi samvinnu við íbúa, starfsfólk sveitarfélaga og kjörna fulltrúa við innleiðingu.

Ávinningur þinn: Að þekkja hvernig blágrænar ofanvatnslausnir virka, ávinning þeirra og hvernig og hvar hægt er að nýta þær.

Markhópur: Námskeiðið er ætlað starfsfólki sveitarfélaga og kjörnum fulltrúum á Norðurlandi eystra sem tengjast skipulagsmálum, veitum og umhverfismálum. 

Leiðbeinandi: Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafi, MS jarðfræði, MS hagverkfræði. Hún hefur víðtæka reynslu af skipulagsmálum og skipulagi blágrænna ofanvatnslausna. Halldóra verkstýrði m.a. fyrstu innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna í heilt hverfi á Íslandi, Urriðaholt í Garðabæ og endurhönnun blágrænna ofanvatnslausna á Ásbrú, auk fleiri verkefna. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeið um blágrænar ofanvatnslausnir og leiðbeint og verið prófdómari í meistaraverkefnum í umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ á sviði blágrænna ofanvatnslausna. Nánari upplýsingar hér

Frekari upplýsingar varðandi LOFTUM námskeið veita: 

Kristín Björk – 460-5724 – kristin@simey.is 

Ingunn Helga – 460-5727 – ingunn@simey.is 

Hilmar Valur – 464-5100 – hilmar@hac.is 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Kynningarnámskeið um blágrænar ofanvatnslausnir 07. nóv 10:00-12:00 ZOOM Skráning