Við erum sífellt að takast á við breyttar aðstæður og þeim fylgja gamlir og nýir hlutir.
Á námskeiðinu verður fjallað um það hvernig skipulagsleysi heima fyrir getur endurspeglast í líðan, t.a.m. þegar maður hugsar um tiltekt en veit ekki hvar á að byrja og fallast hreinlega hendur.
Öll getum við lent í því að vera einn daginn stödd þar í lífinu að verkefnin virðast óyfirstíganleg og maður veit ekki hvar á að byrja.
Að námskeiðinu loknu munu þátttakendur hafa kynnst leiðum til að:
Fyrirkomulag: Námskeiðið er kennt í fjarkennslu og í tveimur hlutum. Fyrri hluti 6. maí frá kl. 14-15 og seinni hluti 13. maí frá kl. 14-15. Þátttakendur geta tengst námskeiðinu á sinni eigin tölvu, síma eða snjalltæki, þannig er hægt að taka þátt með einföldum hætti heima hjá þér eða í vinnunni í ró og næði.
Leiðbeinandi: Virpi Jokinen lauk námskeiði fyrir vottaða skipuleggjendur í Helsinki í nóvember 2018 og er fyrsti starfandi vottaði skipuleggjandinn á Íslandi, en enska starfsheitið er „Professional Organizer“. Virpi er finnsk, tveggja barna móðir, hefur búið á Íslandi í um aldarfjórðung og talar íslensku reiprennandi. Virpi rekur sitt eigið fyrirtæki, Á réttri hillu – skipulagsaðstoð fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki.
*Félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðin sér að kostnaðarlausu.
Kjölur og Sameyki greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn og starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir félagsmenn í Einingu Iðju.
Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|