Félagsliðagátt

Flokkur: Lengra nám

Um er að ræða fyrstu 4 annirnar af 6 anna námi félagsliða, samtals 86 einingar.  Að loknu námi hjá SÍMEY geta nemendur lokið félagsliðabraut hjá framhaldsskóla og fengið starfsréttindi félagsliða.

Innihald námsins eru félags-, sál- og uppeldisgreinar sem og sérgreinar á sviði fötlunar- og öldrunarþjónustu. 

 

Forkröfur í námið eru að nemendur hafi náð 22ja ára aldri, hafi 3ja ára starfsreynslu í umönnun og hafi lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum. Þátttakendum er boðið upp á raunfærnimat í upphafi náms, sem getur þá komið til styttingar á náminu.

 

Fyrirkomulag náms: Námið er byggt þannig að hver áfangi er kenndur í fjórar til fimm vikur í senn. Námið fram á netinu í vendikennslu. Athugið að mikilvægt er að mæta (á netinu) í fyrsta tíma hvers áfanga svo að námið gangi vel fyrir sig. Allir fyrirlestrar eru teknir upp fyrirfram og aðgengilegir námsmönnum í gegnum netið.

Námsmenn hafa aðgengi að kennara einu sinni í viku í hverjum áfanga á milli kl. 17:00 - 20:00 í gegnum netið. Þar geta nemendur fengið aðstoð og leiðsögn við gerð verkefna frá kennara. Þar fyrir utan er nemendum frjálst að nýta sér aðstöðuna í SÍMEY og hafa þar aðgengi að ráðgjöfum og verkefnastjórum.

Námsmat: Námsárangur er metinn með símati, þ.e. nemandi skilar inn verkefnum sem metin eru til einkunna og er einkunn gefin í tölustöfum. Hægt er að fá hluta áfanga metna í gegnum raunfærnimat og biðjum við þá sem þess óska að hafa sambandi við umsjónarmenn námsins, Helenu (helena@simey.is) eða Önnu Maríu (annamaria@simey.is).
  

Fög kennd á vorönn 2025 (birt með fyrirvara um breytingar):

  • Kynjafræði- Hefst 11. janúar kl. 10. Aðgengi að kennara á mánudögum kl. 17:00 - 20:00 frá 13. janúar til 10. febrúar.
  • Fjölskyldan og félagsleg þjónusta - Hefst 8. febrúar kl 10. Aðgengi að kennara á miðvikudögum kl. 17:00 - 20:00 frá 12. febrúar til 12. mars. 
  • Óhefðbundin samskipti - Hefst 8. mars kl 10. Aðgengi að kennara á mánudögum kl. 17:00 - 20:00 frá 10. mars til 7. apríl. 

 

Sjá námskeiðslýsingar og hæfniviðmið í námsskrá Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins.

Verð: 76.000 kr. hver önn (með fyrirvara um breytingu á verðskrá fræðslusjóðs).
Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út.

Frestur til úrsagnar úr lengri námsleiðum er 14 dagar frá skráningu. Sjá greiðsluskilmála.

Smellið hér til að skrá ykkur úr námi.

 

 Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!

Vorönn 2025