Fótaheilsa er lýðheilsa

Flokkur: námskeið

Farið yfir allt það helsta sem skiptir máli ef þú ert að vinna á fótunum á hörðu undirlagi og/eða ganga / hlaupa á hörðu undirlagi.

Lýður fer yfir helstu vandamál í stoðkerfinu sem geta komið upp við mikið álag, hverjar eru helstu orsakir þessara vandamála og hvaða lausnir eru í boði.

  • Vinnuskór, gönguskór, hlaupaskór og inniskór
  • Stuðningshlífar, þrýstisokkar og aðrir heilsusokkar
  • Sérsmíðuð, hálfstöðluð og stöðluð innlegg
  • Hvaða fótavörur eru í boði fyrir hin ólíku vandamál í stoðkerfinu.
  • Hvernig skekkjur í hælum hafa áhrif á allt Stoðkerfið
  • Hvernig mislengd ganglima hefur áhrif á allt stoðkerfið
  • Hvað getur orsakað verki í hnjám, mjöðmum og baki.
  • Hvernig myndast tábergssig, ilsig, útvöxtur beina, hælspori, hásinabólga o.fl.
  • Berfootskór og sokkar, hvar og hvenær

Leiðbeinandi: Lýður B. Skarphéðinsson er sérfræðingur í göngugreiningum, Footbalance sérfræðingur og eigandi Göngugreiningar Lágmúla 4.Lýður hefur unnið við göngugreiningar í 25 ár og á þeim tíma tekið á móti 75.000 íslendingum ígöngugreiningu.

Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst. Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Fótaheilsa er lýðheilsa á Siglufirði 11. mar 17:00-19:00 Salur Einingar Iðju 12.900 kr. Skráning
Fótaheilsa er lýðheilsa - Akureyri 13. mar 17:00-19:00 SÍMEY - Þórsstígur 4 12.900 kr. Skráning
Fótaheilsa er lýðheilsa - á Dalvík 20. mar 17:00-19:00 Námsver SÍMEY á Dalvík 12.900 kr. Skráning