Eldaðir verða einfaldir og hollir kjötréttir, fiskréttir og pastaréttir. Einnig verður bakað brauð og kökur. Þátttakendur elda saman, borða saman og ganga frá eftir máltíð. Markmiðið er að njóta stundarinnar og eiga ánægjuleg samskipti.
Kennt verður í tveimur hópum fyrri hópurinn kl 16:30 og seinni hópurinn kl. 18:35. Samsetning umsækjenda mun ráða hvernig hópaskipting verður.
Námskeiðið er alls 16 klukkustundir
Leiðbeinandi: Kristín Linda Helgadóttir
Verð: kr. 24.000
Kennt er einusinni í viku tvær klukkustundir í senn í 8 vikur.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Heimilismatur | 15. jan - 19. mar | Miðvikudagar | 16:30-18:30 | SÍMEY, Þórsstíg 4 | 24.000 kr. | Skráning |