Góð andleg orka og tilfinningalegt jafnvægi er eitt okkar allra mikilvægasta og sterkasta vopn þegar á móti blæs. Það getur verið krefjandi verkefni að ná góðum tökum á tilfinningalegu jafnvægi og viðhalda jákvæðri andlegri orku og því er mikilvægt að tileinka sér leiðir til þess.
Neikvæðar tilfinningar leiða til óskynsamlegra viðbragða, trufla rökhugsun og tæma orkubirgðir okkar hratt. Það er ríkuleg uppspretta orku og gleði að vera meðvituð um hvað skiptir okkur raunverulega máli í lífinu.
Hagvangur hefur í fjölmörg ár lagt áherslu á fræðslu og þjálfun sem snýr að Orkustjórnun starfsfólks. Orkustjórnun snýst um að byggja upp, viðhalda og endurnýja orku stjórnenda og starfsmanna þannig að þeim líði sem best í og utan vinnu.
Á þessum óvenjulegu og krefjandi tímum ætlum við að draga fram þann hluta Orkustjórnunar sem snýr að andlegu orkunni og tilfinningalegu jafnvægi, og bjóða upp á 60 mínútna vinnustofur í formi fjarfunds, bæði fyrir einstaklinga og hópa.
Markmið vinnustofunnar er að:
Leiðbeinandi er Gyða Kristjánsdóttir ráðgjafi hjá Hagvangi
Fyrirkomulag: Þátttakendur geta tengst námskeiðinu á sinni eigin tölvu, síma eða snjalltæki, þannig er hægt að taka þátt með einföldum hætti heima hjá þér eða í vinnunni í ró og næði.
*Félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðin sér að kostnaðarlausu.
Kjölur og Sameyki greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn og starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir félagsmenn í Einingu Iðju.
Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð |
---|