Frábært námskeið í konfektgerð þar sem þátttakendur eru leiddir í leyndardóm um hvernig á að búa til dýrindis konfekt. Farið er í gerð fyllinga og meðhöndlun á súkkulaði ( temprun ). Hver þátttakandi gerir 4 tegundir af konfekti sem hann tekur með sér heim og ættu því að vera full færir um að töfra fram dýrindis konfekt í framtíðinni
Leiðbeinandi: Hrafnhildur Skaptadóttir, eigandi blómabúðar Sauðárkróks
Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Konfektgerð fyrir jólin - Fjallabyggð | 01. nóv | Föstudagur | 19:00-22:00 | Fjallabyggð | 29.900 kr. | Skráning |