Jólakrans

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Athugið þetta námskeið er haldið sameiginlega með stéttarfélögum á svæðinu og því verða ekki eingöngu starfsmenn HSN á námskeiðinu. 

Verklegt námskeið um kransa og kransagerð þar sem þátttakendur læra að vefja sinn eiginn jólakrans.  

Á námskeiðinu verður fræðsla um blómakransa í gegnum tíðina.  Kennd verða undirstöðuatriði og tækni við að vefja krans í fallegt handverk. Þátttakendur fá aðstoð og kennslu við að binda sinn eigin krans og verða fær um að gera sína eigin kransa. 

Hráefni í krans er innifalið í námskeiðinu og þátttakendur fara heim með sinn krans í lok námskeiðs. 

Leiðbeinandi: Alma Lilja Ævarsdóttir blómahönnuður og eigandi blómaverkstæðisins Salvíu. 

Lengd: 3 tíma námskeið  

Frekari upplýsingar varðandi námskeið HSN gefa:

Kristín Björk - 460-5724 - netfang: kristin@simey.is
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning