Á námskeiðinu verður fjallað um eðli og einkenni kvíða hjá börnum og unglingum með áherslu á áhrif aðstæðna sem skapast hafa vegna Covid-19. Orsakir kvíða verða skoðaðar og hvernig hann viðhelst. Farið verður yfir hagnýtingu aðferða hugrænnar atferlismeðferðar til að takast á við kvíðavanda barna og unglinga og styrkja þeirra líðan.
Leiðbeinandi: Eyrún Kristína Gunnarsdóttir sálfræðingur. Hún hefur langa reynslu af vinnu með börnum og foreldrum. Hún starfaði um árabil á barna- og unglingageðdeild Sjúkrahússins á Akureyri en hefur frá 2013 rekið METIS-sálfræðiþjónustu á Akureyri. Í starfi sínu hefur hún m.a. haldið námskeiðin Klókir krakkar og Klókir litlir krakkar sem eru sérsniðin að börnum með kvíða og foreldrum þeirra.
Fyrirkomulag: Þátttakendur geta tengst námskeiðinu á sinni eigin tölvu, síma eða snjalltæki, þannig er hægt að taka þátt með einföldum hætti heima hjá þér eða í vinnunni í ró og næði.
*Félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðin sér að kostnaðarlausu.
Kjölur og Sameyki greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn og starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt, Ríkismennt og Sveitamennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir félagsmenn í Einingu Iðju.
Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|