Líf og heilsa - lífsstílsþjálfun

Flokkur: Lengra nám

Ert þú tilbúin í að gera varanlegar breytingar ?
 
Námskeiðið byggir á því að styrkja eigið sjálfstraust, læra að setja sér raunhæf markmið og ná þeim. Námskeiðið er kennt út frá fræðum lífsþjálfunnar og mun hjálpa þér að bæta gæði lífs þíns. Þú leggur inn vinnuna og þú munt uppskera.
Að vinna með hugarfar er lykilinn að ná árangri. Með verkfærum lífsþjálfunnar lærir þú að efla þig og styrkja til að gera breytingar á eigin lífi.
 
Nemendur læra að:
  • skipuleggja sig
  • tileinka sér nýjar hefðir og venjur
  • efla sjálfsöryggi sitt og trú á eigin getu
  • vinna með hugsanastjórnun
  • setja sér raunhæf markmið og ná þeim
  • takast á við hindranirnar sem koma upp í lífinu
 
Innifalið í námskeiðinu er einkatímar hjá Huld þar sem nemendur fá persónulega þjálfun.
 
Huld er lífsþjálfi og kennari með menntun frá The Life Coach School í Bandaríkjunum og Kennaraháskóla Íslands. Hún hefur víðtæka reynslu af því að vinna með fjölbreyttu fólki í gegnum störf sín í kennslu, mannauðsmálum, starfsmannahaldi og stjórnun.

 

Námskeiðið er 10 vikur og hefst 10. febrúar og lýkur 14. apríl.
Kennt er í SÍMEY á mánudögum kl. 17:00 - 19:00. 

 

Verð: 28.000- (með fyrirvara um breytingu á verðskrá fræðslusjóðs).

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út.

Frestur til úrsagnar úr lengri námsleiðum er 14 dagar frá skráningu. Sjá greiðsluskilmála.

Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en 14 daga fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum !

Frekari upplýsingar um námið veita:

Anna María, ráðgjafi og verkefnastjóri - annamaria@simey.is

Helena Sif, náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri - helena@simey.is

Vorönn 2025