Líkamsbeiting í vinnu með fötluðum og öldruðum

Flokkur: Velferðarsvið Akureyrarbæjar

Þetta námskeið er aðeins ætlað starfsfólki á Velferðarsviði Akureyrarbæjar. 

Farið verður yfir rétta líkamsbeitingu á vinnustað og hvernig hægt er að hagræða vinnuumhverfinu þannig að komist verði hjá álagseinkennum og einhæfum vinnustellingum.

Að fyrirlestri loknum eru þátttakendur meira meðvitaðir um líkamsbeitingu, líkamsstöðu, stoðkerfið og álagseinkenni sem tengjast vinnu.
Þátttakendur fá einnig innsýn í hvernig þeir geta sjálfir dregið úr líkum á óæskilegu álagi á stoðkerfið.

Í framhaldi af fræðslunni mun sjúkraþjálfari heimsækja starfsstöðvar og leiðbeina á staðnum líkamsbeitingu við þann búnað og aðstæður sem til staðar eru. 

Leiðbeinandi: Þórhallur Guðmundsson sjúkraþjálfari

Frekari upplýsingar varðandi námskeið Velferðarsviðs gefa:

Sigulaug- 460-5718 - netfang: silla@simey.is

Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
18.mars fyrir hádegi 18. mar 10:30-12:00 SÍMEY Skráning
18.mars eftir hádegi 18. mar 13:00-14:30 SÍMEY Skráning