Meðvirkni og uppvöxtur

Flokkur: námskeið

​Meðvirkni er alvarlegt vandamál sem snertir flestalla strengi lífs þeirra sem við hana etja. Hún er falin, sorgleg, öflug, lamandi, eyðandi og vekur upp fjölmargar vondar tilfinningar innra með okkur. Hugtakið meðvirkni er mikið notað og áhugi fyrir því hefur aldrei verið meiri. Þó svo að margir telji sig vita hverjar birtingamyndir meðvirkni geta verið þá vita fáir hver raunveruleg orsök hennar er og hvað hún hefur mikil áhrif á öll okkar sambönd, samskipti og líðan.  

Meðal þeirra tilfinninga, upplifana og erfiðleika sem meðvirkni getur skapað eru skömm, öryggisleysi, undanlátsemi, framtaksleysi, þunglyndi, sektarkennd, samskiptaörðugleikar, vandi í samböndum, ótti við álit annarra, stjórnsemi, fíknir, tómleiki og lágt sjálfsmat svo eitthvað sé nefnt.  

Á þessu námskeiði verður farið yfir hugtakið meðvirkni, hverjar orsakir hennar eru, helstu einkenni og hvaða áhrif hún hefur á hversdagslegt líf okkar auk þess sem leiðir til bata eru kynntar. 

Leiðbeinandi: Valdimar Þór Svavarsson.  Valdimar er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótun, BA gráðu í félagsráðgjöf, ACC vottaður markþjálfi ásamt því að vera sérmenntaður í áfalla- og uppeldisfræðum Piu Mellody sem fjalla um meðvirkni og áfallavinnu. Valdimar hefur starfað til fjölda ára við ráðgjöf með einstaklingum, pörum og fjölskyldum og haldið tugi námskeiða og fyrirlestra um meðvirkni og áföll.  

 

Athugið að félagsmenn í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. 

Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning