Málmsuðusmiðja - Pinnasuða

Flokkur: Lengra nám

Fullt!

Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestrarformi og verklegri vinnu en auk þessa þurfa þátttakendur að halda verkdagbók á meðan á námskeiði stendur. 

Nemandi sem hefur lokið smiðju í málmsuðu er fær um að sjóða samkvæmt verklýsingum og hefur þekkingu til að vinna sjálfstætt eftir suðuferilslýsingu. 

 

Forkröfur náms: Ætlað fólki sem er 18 ára og eldra.

Lengd: 80 klst.

Tímasetning: Námið hefst 29. janúar 2025. Kennt er í 10 vikur á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 16:30-20:30 og á laugardögum frá kl. 9:00-13:00. Kennt er í húsnæði VMA.

Námsmat: Gerð er krafa um 80% lágmarksmætingu.
Kennarar: Kristján Þ. Kristinsson og Stefán Finnbogason.
Verð: 49.000 kr (með fyrirvara um breytingar á verðskrá fræðslusjóðs).

 

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. 

Frestur til úrsagnar úr lengri námsleiðum er 14 dagar frá dagsetningu umsóknar.  

Hafi skrifleg úrsögn ekki borist innan 14 daga eftir að umsókn var send inn, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) 

Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en 14 daga fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

 

P.s. Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning