Áhrifaríkt námskeið í sáttamiðlun sem hjálpar stjórnendum að takast á við erfið starfsmannamál, svo sem ágreining á vinnustöðum, eineltismál og kynferðislega áreitni. Á þessum námskeiði fá stjórnendur hagnýt verkfæri sem hjálpa þeim að takast á við margvíslegar áskoranir.
Farið verður yfir ferli og uppbyggingu sáttamiðlunar og hvernig stjórnendur geta nýtt sér þessa aðferðarfræði í daglegum störfum sínum. Þá verður litið til þerra aðferða sem hægt er að beita til að bæta samskipti á milli deiluaðila sem og árangursríkar aðferðir við upplýsingaöflun.
Markhópur: Stjórnendur, millistjórnendur og hentar í raun öllum sem hafa mannaforráð. Námskeiðið er einnig gagnlegt fyrir alla sem koma að mannauðsmálum, þá bæði í einkageiranum sem og hjá hinu opinbera.
Útfærsla: Námskeiðið verður kennt í 2*4 klst.
Leiðbeinendur eru Elmar Hallgríms Hallgrímsson og Gyða Kristjánsdóttir sérfræðingar hjá Hagvangi.
Elmar Hallgríms Hallgrímsson er menntaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið þaðan meistaraprófi í fjármálum og í viðskiptasiðfræði. Elmar lærði m.a. sáttamiðlun og samningatækni við University of Pennsylvina í Bandaríkjunum þar sem hann lauk LL.M gráðu. Elmar var um árabil lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands þar sem hann kenndi m.a. samningatækni, sáttamiðlun, lögfræði og fjármál. Hann hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, nú síðast sem framkvæmdastjóri hjá 365 miðlum. Hann er einnig stundakennari við Lagadeild HÍ auk þess að sinna kennslu í MBA námi skólans. Þá er Elmar þjálfari hjá Dale Carnegie
Gyða Kristjánsdóttir er sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Hagvangi. Hún er með MS gráðu í stjórnun og stefnumótum frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands en í náminu lagði hún sérstaka áherslu á mannauðs- og markaðsmál. Gyða hefur annast kennslu í samningatækni og sáttamiðlun við Háskóla Íslands sem og við Háskólann á Bifröst.
Athugið að starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða fyrir þátttöku almennra starfsmanna sveitarfélaga og stofnana þeirra sem eru aðilar að Sveitamennt og ríkisstofnana og sjálfseignastofnana sem eru aðilar að Ríkismennt. Þetta gildir um starfsmenn í Einingu Iðju.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|