Námskeið í skapandi skrifum, ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á að þjálfa sig í ritun margs konar texta.
Markmiðið er að þátttakendur hafi að námskeiði loknu öðlast færni, sjálfstraust og kjark til þess að koma frá sér skrifuðum textum af ýmsu tagi.
Viðfangsefni: Farið verður yfir helstu hugtök innan bókmenntafræði, fjallað um fjölbreyttar textagerðir, skáldsögur, smásögur, barnabækur, ljóð, fræðilega umfjöllun o.fl. Lifandi umræður og dæmi úr mismunandi textum skoðuð. Rætt verður um helstu gildrur sem höfundar geta lent í og góð ráð og gagnleg verkfæri kynnt. Skriflegar æfingar í hverri kennslustund. Mikil áhersla verður lögð á skapandi flæði, líflega kennslu og afslappað andrúmsloft í hópnum.
Kennari er Ingunn V. Sigmarsdóttir, kennari, þjóðfræðingur og skáld
Hvar og hvenær: Staðkennt í SÍMEY þriðjudaga frá kl. 19-21, 20. feb, 27. feb., 5. mars, 12. mars, 19. mars.
Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu.
Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.
Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst. Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|