Sparnaður og fjárfestingar

Flokkur: Fyrirtækjaskólar

Athugið þetta námskeið er haldið sameiginlega með stéttarfélögum á svæðinu og því verða ekki eingöngu starfsmenn HSN á námskeiðinu. 

Mikilvægt er að huga vel að sparnaði, jafnt fyrir skammtímaútgjöldum sem og fjárfestingum í framtíð. Á námskeiðinu verður rætt um hvernig velja megi heppilegasta sparnaðar- eða fjárfestingarkostinn hverju sinni. 

Meðal þeirra spurninga sem svarað verður eru: 

  • Hverjir eru kostir og gallar innlána, verðbréfa og sjóða? 

  • Hvernig er best að skipta ólíkum sparnaði upp? 

  • Hvaða ávöxtunarleiðir henta við hinar ýmsu aðstæður? 

  • Hvernig byggi ég upp eignasafn? 

  • Hvað kemur til með að hafa áhrif á sparnaðinn minn og hvernig fylgist ég með? 

  • Hvernig næ ég markmiðum mínum í sparnaði? 

Fyrir hverja er námskeiðið? Námskeiðið hentar fólki á öllum aldri sem vill ná betri tökum á sparnaði sínum og fjárfestingum. 

Ávinningur þátttakenda: Þátttakendur kynnast ólíkum ávöxtunarleiðum og geta parað þær saman við markmiðin sín. Þannig næst betri árangur og mistökum fækkar. 

Hvar og hvenær: 13. nóvember- vefnámskeið 17:00-19:00 

Leiðbeinandi: Björn Berg Gunnarsson hefur 16 ára reynslu af ráðgjöf og fyrirlestrahaldi um fjármál. Hann starfaði lengi sem ráðgjafi á verðbréfa- og lífeyrissviði Íslandsbanka, var fræðslustjóri bankans í yfir áratug og stýrði greiningardeild hans. Hann hefur BS próf í viðskiptafræði, próf í verðbréfaviðskiptum og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði.  Björn er reglulegur álitsgjafi um fjármál í fjölmiðlum, pistlahöfundur og er höfundur bókarinnar Peningar. 

 
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning