Athugið þessi skráning er fyrir starfsfólk Velferðarsviðs Akureyrarbæjar eingöngu.
Námið er í boði fyrir fleiri aðila á svæðinu og því verða ekki eingöngu starfsmenn Velferðarsviðs á námskeiðinu.
Markmið námsins er að styrkja tæknifærni þátttakenda og efla sjálfstraust þeirra til að takast á við breytingar og tækniframfarir í atvinnulífinu.
Að loknu námi hafa þátttakendur aukið sjálfsöryggi og grunnþekkingu sína þegar kemur að tölvum og tækni, sem eflir möguleika þeirra á vinnumarkaði og í daglegu lífi.
Námið samanstendur af fimm aðgengilegum og spennandi áföngum:
Fyrirkomulag: Námið hefst 24. febrúar og stendur í 10 vikur, kennt í fjarnámi. Fyrsti tími er vinnustofa á netinu þann 24. febrúar kl. 17. Önnur vinnustofa verður í byrjun apríl. Þátttakendur fá tvö stutt myndbönd í hverri viku og skilaverkefni til að æfa sig.
Leiðbeinandi: Snæbjörn Sigurðarson, kennari með yfir 20 ára reynslu af því að kenna tæknifærni á mannamáli.
Frekari upplýsingar veitir:
Ingunn Helga - 460-5727 - netfang: ingunn@simey.is
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|