Að skapa eftirminnilega þjónustuupplifun fyrir viðskiptavini er lykilþáttur í árangri ferðaþjónustufyrirtækja. Ánægðir viðskiptavinir laða inn nýja með ummælum bæði á netinu og í raunheimum. Að þjálfa starfsfólk í þjónustuframkomu sem skapar jákvæða upplifun fyrir viðskiptavini er því afar mikilvægt.
Á þessu námskeiði fjallar María Ellingsen um leiðir til að styrkja framkomu og samskipti með það að markmiði efla góð tengsl við viðskiptavini. Þjónusta skoðuð frá skemmtilegu sjónarhorni, rætt um helstu áskoranir og skoðað hvernig viðhorf hefur áhrif á líðan og afköst. Þáttakendur gera æfingar þar sem þeir setja sig í spor viðskiptavinarins og skoðuð eru dæmi um afbragðsþjónustu.
Námskeiðið er skemmtilegt og líflegt þar sem þátttakendur taka mikin þátt og koma sterkari og glaðari út.
Markhópur: Sérstaklega ætlað starfsfólki í ferðaþjónustu á Norðurlandi.
Leiðbeinandi: María Ellingsen leikari
Athugið þátttaka aðila í stéttarfélaginu Eining Iðja er þeim að kostnaðarlausu.
Félagið verður kynnt á námskeiðinu.
____
The course covers ways to strengthen service performance and communication with the aim of promoting good relationships with customers. Service is looked at from a fun point of view, main challenges are discussed and how attitude can affect well-being and performance.
Participants do exercises where they put themselves in the customer's shoes and look at examples of excellent service.
The course is fun and lively with a lot of participants involvement who should be stronger and happier after the course.
Target group: Especially intended for employees in tourism
Instructor: María Ellingsen, actor
Please note that members of the Eining Iðja union attend the course free of charge.
Eining Iðja will give a short persentation at the course.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|