Þjónustuframkoma - með Maríu Ellingsen

Flokkur: námskeið

Að skapa eftirminnilega þjónustuupplifun fyrir viðskiptavini er lykilþáttur í árangri ferðaþjónustufyrirtækja. Ánægðir viðskiptavinir laða inn nýja með ummælum bæði á netinu og í raunheimum.  Að þjálfa starfsfólk í þjónustuframkomu sem skapar jákvæða upplifun fyrir viðskiptavini er því afar mikilvægt. 

Á þessu námskeiði fjallar María Ellingsen um leiðir til að styrkja framkomu og samskipti með það að markmiði efla góð tengsl við viðskiptavini. Þjónusta skoðuð frá skemmtilegu sjónarhorni, rætt um helstu áskoranir og skoðað hvernig viðhorf hefur áhrif á líðan og afköst. Þáttakendur gera æfingar þar sem þeir setja sig í spor viðskiptavinarins og skoðuð eru dæmi um afbragðsþjónustu. 

Námskeiðið er skemmtilegt og líflegt þar sem þátttakendur taka mikin þátt og koma sterkari og glaðari út. 

Markhópur: Sérstaklega ætlað starfsfólki í ferðaþjónustu á Norðurlandi. 

Leiðbeinandi: María Ellingsen leikari

Athugið þátttaka aðila í stéttarfélaginu Eining Iðja er þeim að kostnaðarlausu.
Félagið verður kynnt á námskeiðinu. 

Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út. Berist umsókn til okkar innan tveggja sólarhringa áður en námskeið hefst verður námskeiðsgjaldið gjaldfært strax og námsgjöld þar af leiðandi óafturkræf.Frestur til úrsagnar úr námskeiðinu er allt að 48 klukkustundum áður en námskeiðið hefst.  Hafi skrifleg úrsögn ekki borist fyrir þann tíma, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY) Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.

____

The course covers ways to strengthen service performance and communication with the aim of promoting good relationships with customers. Service is looked at from a fun point of view, main challenges are discussed and how attitude can affect well-being and performance.
Participants do exercises where they put themselves in the customer's shoes and look at examples of excellent service.

The course is fun and lively with a lot of participants involvement who should be stronger and happier after the course.

Target group: Especially intended for employees in tourism

Instructor: María Ellingsen, actor

Please note that members of the Eining Iðja union attend the course free of charge.
Eining Iðja will give a short persentation at the course.

Please note that course fees are non-refundable after the withdrawal deadline has expired. If we receive an application within two days before the course starts, the course fee will be charged immediately and the course fees will therefore be non-refundable. The deadline for withdrawing from the course is up to 48 hours before the course begins. If a written cancellation has not been received before that time, study fees will be charged in full (see SÍMEY's payment terms). If you want to cancel your application and prevent course fees from being charged, click here before the deadline, fill out the form and send it to us.

 

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning