Farið verður yfir forritið VCarve og hvernig á að teikna upp og yfirfæra í tölvustýrðan fræsara. Farið verður yfir notkun á stórum fræsara og öryggismál í kringum hann. Þátttakendur búa sér til platta/skilti eftir eigin hönnun.
Þeir sem ljúka námskeiðinu hafa greiðari aðgang að CNC fræsinum í Fab Lab Akureyri í framtíðinni.
Leiðbeinandi: Jón Þór Sigurðsson forstöðumaður Fab Lab Akureyri
Lengd: 9 tíma námskeið, þrjú skipti
Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Eining Iðja, Kjölur og Sameyki ásamt stéttarfélögum sem eru aðilar að Iðunni sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt sinn hjá sínu félagi.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|