(English below)
Í ljósi hertra reglna um sóttvarnir þar sem kveðið er á um 2ja metra fjarlægð milli einstaklinga, og ef ekki er hægt að tryggja hana, verður gerð krafa um grímunotkun þátttakenda og kennara í staðbundnum hópum til 1. nóvember nk. Þetta er gert til að hægt sé að fylgja reglum um fjarlægðarmörk, tryggja öryggi og að húsnæði geti nýst sem best þeim hópum sem eru staðbundnir.
Ekki verður boðið upp á kaffi þessar tvær vikur og eru þátttakendur hvattir til að taka með sér hressingu í lotur. Ef þátttakendur vantar grímur eru þær fáanlegar í SÍMEY.
Grímuskylda er einnig í ráðgjafaviðtölum og raunfærnimati. Við bendum einnig á að hægt er að bóka viðtöl við náms- og starfsráðgjafa rafrænt á heimasíðunni.
Þetta eru vonandi tímabundnar ráðstafanir og vonumst við eftir skilningi og góðu samstarfi.
English:
Due to stricter regulations from Ministry of health concerning COVID-19, the use of masks will be obligatory in the facilities of SÍMEY. This is done to obtain rules concerning the new 2 metre distance between individuals and if education providers cannot secure these limits, masks are obligatory. Masks are available in SÍMEY if needed.
We will also sease to offer coffee services temporarily in order to fullfill security measures. Participants are encouraged to bring refreshments with them to study sessions.
Councelling will also require masks and we emphsise the availability of online councelling which can be booked on our website.
We sincerely hope for your understanding and cooperation.
The SÍMEY staff