Anna Lóa ráðin til SÍMEY

SÍMEY hefur fengið til liðs við sig Önnu Lóu Ólafsdóttur, sem tekur við starfi verkefnastjóra, náms- og starfsráðgjafa hjá miðstöðinni. Hún tekur við keflinu af Heimi Haraldssyni 1. september nk. En SÍMEY þakkar Heimi frábært samstarf og óskar honum farsældar á nýjum vettvangi.

SÍMEY  hefur fengið til liðs við sig Önnu Lóu Ólafsdóttur, sem tekur við starfi verkefnastjóra, náms- og starfsráðgjafa hjá miðstöðinni. Hún tekur við keflinu af Heimi Haraldssyni 1. september nk. En SÍMEY þakkar Heimi frábært samstarf og óskar honum farsældar á nýjum vettvangi.

Anna Lóa er er kennari, náms- og starfsráðgjafi og með diplómu í sálgæslu frá EHÍ og Guðfræðideild Háskóla Íslands. Hún hefur starfað hjá systurstofnun SÍMEY, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) undanfarin níu ár og er því öllum hnútum kunnug í fullorðins- og framhaldsfræðslunni. Sérgrein Önnu Lóu er náms- og starfsráðgjöf, sjálfstyrking og sálgæsla auk þess sem hún hefur um langt skeið starfað á fyrirtækjasviði MSS. Anna Lóa er Markviss-ráðgjafi með mikla reynslu af þjónustu við atvinnulífið, bæði þegar kemur að fræðslu og ráðgjöf.

Anna Lóa er óhrædd við að takast á við nýjar áskoranir, sem t.d. sést á því að á árinu gerði hún sér lítið fyrir og hjólaði Jakobsveginn, rúmlega 800 km. leið. Hún hefur samhliða starfi sínu hjá MSS starfað sem forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, er öflugur pistlahöfundur (Hamingjuhornið) sem stundar hjólreiðar, golf og gönguferðir.

Í herbúðum SÍMEY ríkir mikil tilhlökkun fyrir komu Önnu Lóu norður.