SÍMEY hefur um nokkurra ára skeið haft umsjón með námskeiðahaldi fyrir Fjölmennt- fullorðinsfræðslu fatlaðra á starfssvæði miðstöðvarinnar.
Arnþrúður Eik Helgadóttir var verkefnastjóri Fjölmenntarverkefnanna hjá SÍMEY hefur nú látið af störfum hjá miðstöðinni og er henni þakkað gott samstarf og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Helgi Svavarsson, verkefna- og gæðastjóra hjá SÍMEY hefur yfirtekið fjölmenntarverkefnin og mun sinna þeim samhliða öðrum verkefnum en jafnhliða hefur miðstöðin gert samning við Gest Guðrúnarson þroskaþjálfa um að hann sinni faglegri ráðgjöf til miðstöðvarinnar í tengslum við Fjölmenntarnámskeiðin.
Gestur starfar hjá Akureyrarbæ sem deildarstjóri í þjónustukjarnanum í Þrastarlundi 3 og mun sinna fyrrgreindri ráðgjöf samhliða starfi sínu þar. Gestur mun veita faglega ráðgjöf í skipulagningu námskeiða, vinna tillögur að námskeiðum og þarfagreiningar fyrir markhópinn, raða þátttakendum saman í hópa, koma að kynningu námskeiðanna eins og við á, aðstoða við gerð ferðasagna og margt fleira. Miklar vonir eru bundnar við samstarfið við Gest og að í gegnum það nái SÍMEY enn betur að þjónusta fatlað fólk á starfssvæðinu með áhugaverðum námskeiðum við allra hæfi.