Höldur – Bílaleiga Akureyrar tekur þátt í tilraunaverkefninu “Fræðsla í ferðaþjónustu” og hefur gert samstarfssamning við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar þess efnis. SÍMEY sér um framkvæmd greininga og fræðslu í samstarfi við Hæfnisetrið.
Samningurinn tekur strax gildi og er til sextán mánaða, til apríl 2020. Samningurinn er víðtækur en rauði þráðurinn í honum er fræðsla fyrir starfsmenn Bílaleigu Akureyrar.
Meðal þess sem verður unnið í þessu verkefni er að greina fræðsluþörf, setja upp fræðsluáætlun fyrir Bílaleigu Akureyrar, og fylgja henni eftir með árangursmælingum.