Við leggjum mikla áherslu á gott aðgengi að sóttvörnum, að húsnæði okkar sé þrifið og sótthreinsað eins og best verður á kosið.
Í ljósi núverandi takmarkana vegna Covid 19 útbreiðslu þá gilda eftirfarandi sóttvarnir í húsnæði SÍMEY:
1 m fjarlægðarregla gildir alls staðar í húsnæði SÍMEY.
Grímuskylda er í öllum sameiginlegum rýmum.
Grímuskylda er inni í kennslustofum á meðan ekki er setið við borð.
Viðhalda skal stífum persónubundnum sóttvörnum á meðan dvalið er í húsnæði SÍMEY.
Ef þú ert með kvefeinkenni eða Covid-lík einkenni þá skaltu ekki mæta í húsnæði SÍMEY.
Sótthreinsivökvi og sótthreinsiklútar eru aðgengilegir í húsnæði SÍMEY. Hægt er að fá grímur ef þær hafa gleymst.
Núverandi reglugerð heilbrigðisráðherra fellur úr gildi þann 27. ágúst og verður staðan í SÍMEY endurmetin samhliða nýjum sóttvarnarreglum stjórnvalda.