Þann 3.september undirrituðu aðilar Ríkismenntar, Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar og SÍMEY samning um Fræðslustjóra að láni. Verkefnið gengur út á að vinna með starfsmönnum að þarfagreiningu nú á haustdögum til að draga fram þarfir vinnustaðarins um fræðslu, þjálfun og aðra uppbyggingu.
MARKVISS ráðgjafar frá SÍMEY mundu leiða verkefið ásamt stýrihópi starfsmanna og er áætlað að þessari vinnu ljúki í desember.
Ríkismennt styrkir verkefnið að fullu.