Námskeið fyrir afgreiðslufólk í verslunum, hótelum og gistiheimilum, söfnum og hvar sem ferðamenn kunna að sækja þjónustu og
leita upplýsinga.
Í fyrri hluta námskeiðsins er fjallað um hvernig við mætum þörfum og óskum ferðamanna um góða þjónustu.
Í síðari hluta námskeiðsins er farið yfir átthagafræði Dalvíkurbyggðar og leitast við að veita þátttakendum
innsýn í þá fjölbreyttu þjónustu og afþreyingu sem í boði er á svæðinu.