Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kom í heimsókn í SÍMEY á dögunum og kynnti sér starfsemi miðstöðvarinnar og símenntunargeirans almennt.
Á síðasta ári, þegar ný ríkisstjórn tók við, færðist símenntunargeirinn á milli ráðuneyta. Hann hafði lengi verið undir mennta- og menningarmálaráðuneytinu en með uppstokkun ráðuneyta eru símenntunarmiðstöðvarnar nú undir félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.
Heimsókn Guðmundar Inga var sannarlega ánægjuleg og markar tímamót því eftir því sem næst verður komist hefur ráðherra þessa málaflokks aldrei áður sótt SÍMEY heim. Það ber því sérstaklega að hrósa ráðherranum fyrir að sýna starfsemi SÍMEY þennan áhuga og eru honum færðar sérstakar þakkir fyrir heimsóknina.