Höldur-Bílaleiga Akureyrar lauk í gær fræðslustjóra að láni verkefni sem hófst formlega í febrúar á þessu ári. Verkefnið fólst í því að þarfagreina allt fyrirtækið m.t.t. sí- og endurmenntunar, þjálfunar í starfstengdri færni og annara jákvæðra breytinga. Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar-SÍMEY og IÐAN fræðslusetur unnu verkið. Fyrir liggur fræðsluáætlun til 3ja ára. SVS-Starfsmenntasjóður verslunar og skrifstofufólks styrktu verkefni, Landsmennt og IÐAN fræðslusetur.
Fræðsluáætlunin mun ná til allra starfsmanna og felur í sér aukið framboð námskeiða á vinnutíma og utan vinnutíma, aukinni innleiðingu innri fræðslu, bætt upplýsingaflæði, og auknu framboði þjálfunar fyrir Iðnaðarmenn.
Höldur-Bílaleiga Akureyrar er rótgróið fyrirtæki með um 200 starfsmenn, höfuðstöðvar eru á Akureyri, og stórar starfsstöðvar í Reykjavík og Reykjanesbæ. Fyrirtækið rekur stærstu bílaleigu landsins, er með alhliða bílaþjónustu, dekkjaverkstæði og bílasölu.
Á meðfylgjandi mynd eru samstarfsaðilar í verkefninu:
Geir Kr. Aðalsteinsson mannauðsstjóri Hölds, Selma Kristjánsdóttir frá Starfsmenntasjóði verslunar og skrifstofufólks, Iðunn Kjartansdóttir Markvissráðgjafi IÐUNNI fræðslusetri, Kristín Njálsdóttir frá Landsmennt, Valgeir Magnússon Markvissráðgjafi SÍMEY, Sigrún Árnadóttir verkefnisstjóri hjá Höldi / fulltrúi í stýrihóp, Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Höldi Reykjavík, Ragnar B. Ingvarsson sviðsstjóri bílgreinasviðs IÐUNNAR.