SÍMEY og Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra hafa undanfarin ár staðið sameiginlega að fjölbreyttum stökum námskeiðum, bæði stað- og netnámskeiðum. Aðkoma stéttarfélaganna Einingar-Iðju, Kjalar og Sameykis að þessum námskeiðum hefur gert það að verkum að félagsmenn þeirra hafa átt þess kost að sækja námskeiðin sér að kostnaðarlausu.
Nýlega var frá því gengið að IÐAN fræðslusetur á nú einnig aðkomu að þessum námskeiðum og greiðir námskeiðsgjöld fyrir félagsmenn eftirtaldra stéttarfélaga: Byggiðn, Matvís, Félag iðn- og tæknigreina (FIT), Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri, Iðnsveinafélag Skagafjarðar, Þingiðn og Félag vélstjóra og málmiðnaðarmanna (VM).
Nú þegar geta félagsmenn framangreindra stéttarfélaga nýtt sér að sitja þau námskeið sem í boði eru sér að kostnaðarlausu.
Sem fyrr er skráning á námskeið hér á heimasíðu SÍMEY og þar er tilgreint ef námskeiðsgjöld eru greidd af Einingu-Iðju, Kili, Sameyki og stéttarfélögum sem eiga aðild að IÐUNNI fræðslusetri.