Sem endranær verður margt í boði hjá SÍMEY á vorönn 2020. Nú er rétti tíminn til þess að sækja um. Það er hægt að gera rafrænt hér á heimasíðunni.
Þá er daginn tekið að lengja og sólin teygir sig hærra upp á himinhvolfið. Hækkandi sól fylgja m.a. nýjar áskoranir í námi. Ástæða er til að vekja athygli á fjölbreyttu námsframboði SÍMEY á vorönn 2020 og um leið skal undirstrikað að hægt er að sækja um hér á heimasíðunni og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig fyrr en síðar. Í sumum námslínum er takmarkaður fjöldi og því enn frekari ástæða til þess að geyma ekki skráningu. Fólki er bent á að kynna sér mögulega styrki stéttarfélaga og fræðslusjóða við nám í SÍMEY.
Hér á heimasíðu SÍMEY er yfirlit yfir lengra nám og styttri námskeið sem verða í boði á vorönn.
Af ýmsu áhugaverðu er að taka í námi á vorönn. Hér skal vakin athygli á nokkrum lengri námslína, sem hefjast í janúar og febrúar 2020.
- Hönnunar- og tilraunasmiðja FabLab hefur slegið í gegn. Þann 10. janúar hefst 80 klukkustunda FabLab námskeið. Nemendur fá innsýn í opinn hugbúnað og nýtingu hans til þess að útbúa ýmsa hluti. Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestraum og verklegri vinnu. Hér er skráning á námskeiðið.
- Félagsliðabrú er fjögurra anna nám. Nemendur þurfa að hafa náð 22 ára aldri, þeir hafi þriggja ára starfsreynslu í umönnun og hafi lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum. Að námi loknu útskrifast nemendur sem félagsliðar. Á vorönn 2020 verða kennd eftirtalin fög: Fötlun og samfélag (hefst 6. janúar), öldrun (hefst 8. janúar), næringarfræði (hefst 17. febrúar), skyndihjálp (27. og 28. mars) og samskipti og samstarf (hefst 15. apríl). Hér er skráning á Félagsliðabrú.
- Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú er fjögurra anna nám. Nemendur þurfa að hafa náð 22 ára aldri, hafi þriggja ára starfsreynslu við uppeldi og umönnum barna í leik- og grunnskólum og hafi lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum. Á vorönn verða kennd eftirfarandi námskeið: Þroski og hreyfing (hefst 8. janúar), skapandi starf (hefst 19. febrúar), skyndihjálp (27. og 28. mars) og samskipti og samstarf (hefst 15. apríl). Hér er skráning á Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú.
- Myndlistasmiðja – málun er 80 klst. námskeið sem ætlað er 18 ára og eldri. Billa – Bryndís Arnarsdóttir kennir á námskeiðinu en hún hefur áratuga reynslu af kennslu og myndlistarsköpun. Þetta eru afar vinsæl námskeið og aðeins pláss fyrir tólf þátttakendur. Hér er skráning.
- Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum hefur hliðsjón af greinanámskrám Aðalnámskrár framhaldsskóla í íslensku, tungumálum, stærðfræði og lífsleikni. Námsleiðin hentar sérstaklega vel þeim einstaklinum sem lokið hafa raunfærnimati í iðngreinum og stefna á að ljúka sveinsprófi. Á vorönn 2020 hefst nám í stærðfræði 20. janúar og enskunámið hefst 23. mars. Skráning er hér.
- Skrifstofuskólinn er mjög vinsæl og hagnýt námsleið. Námið er 160 klukkustundir og hefst 22. janúar. Farið er í verslunarreikning,, þjónustu, samskipti, handfært bókhald, tölvubókhald, námstækni, tölvu- og upplýsingatækni og færnimöppu og ferilskrá. Skráning er hér.