Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum er ætlað þeim sem eru að minnsta kosti
20 ára, eru starfandi á vinnumarkaði og hafa hafið nám á framhaldsskólastigi en ekki lokið
almennum bóklegum greinum með prófi til brautskráningar úr framhaldsskóla.
Námið hefur hliðsjón af greinanámskrám Aðalnámskrár framhaldsskóla
í íslensku, tungumálum, stærðfræði og lífsleikni en með sérstakri áherslu á mismunandi
námsnálgun námsmanna og samþættingu námsþátta.
Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi þessa námsleið til styttingar á námi
í framhaldsskóla allt að 24 einingum en vekur athygli á því að mat á fyrra námi nemenda
er á ábyrgð skólameistara viðkomandi framhaldsskóla.
Námið fer fram tvo seinniparta í viku milli kl. 17:00 og 19:00 og einn laugardag í mánuði.
Lengd náms:300 kennslustundir.
Helstu námsþættir:
Námstækni,
Sjálfsþekking og samskipti
Íslenska 102
Danska 102
Enska102
Stærðfræði 102 og 122
Forkröfur náms: Hafa náð 20 ára aldri og hafa hafið nám á framhaldsskólastigi en ekki lokið almennum bóklegum
greinum með prófi.
Námsmarkmið:
Að námsmaður:
-verði fær um að nota námstækni sem hentar námsnálgun hans.
-auki færni sína til að tjá sig á íslensku.
-auki færni sína til að skilja íslensku og endursegja með öðrum orðum.
-auki færni sína til að skilja dönsku og endursegja á íslensku.
-auki færni sína til að tjá sig á dönsku.
-auki færni sína til að tjá sig á ensku.
-auki færni sína til að skilja ensku og endursegja á íslensku.
-verði fær um að tjá sig fyrir framan hóp annarra námsmanna.
-auki færni sína til að afla, vinna úr, varðveita og miðla upplýsingum og þekkingu með tölvu.
-verði fær um að nota tölvuforrit til að leiðrétta ritmál, leita að tölvutæku efni og skipu-leggja vinnu sína.
-auki færni sína í talnareikningi og bókstafareikningi.
-auki færni sína til að leysa þrautir og í röklegri framsetningu með stærðfræði.
-verði fær um að vinna verkefni sjálfstætt, skipulega og með öðrum.
Námsmat fer fram með símati. Meðaltal einkunna fyrir verkefni ræður lokaeinkunn í hverju fagi. Krafist er 80% mætingar.
Hvenær kennt: Hefst í byrjun september og lýkur í maí 2014.
Verð: kr. 56.000
Námskráin á PDF sniði