Dagurinn í dag 19. júní boðar gott varðandi faglega og góða þjónustu í Eyjafirði en haldin voru tvö Þjónanámskeið. Eftir hádegi mætti glæsilegur hópur frá Backpackers eða alls 12 starfsmenn og stjórnendur í SÍMEY. Og um kvöldið var haldið sérstakt námskeið fyrir félaga í Ferðamálafélagi Eyjafjarðasveitar og þar mættu 17 starfsmenn og sjórnendur í ferðaþjónustu í Eyjafirðinum fagra. Þetta námskeið er einn liður í sérstöku átaki til að efla ferðaþjónustu í Eyjafirði með áherslu á umhverfi og sjálfbærni.