Raunfærnimat í leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú og brúarnám við utanverðan Eyjafjörð
Nýlegu luku 10 þátttakendur raunfærnimati fyrir leiðbeinendur í leik- og grunnskólum. Í þessu raunfærnimati var verið að meta á móti stuðningsfulltrúa-, leikskólaliða- eða skólaliðabrú. Alls voru 6 áfangar af 12 í brúarnámi til mats. Þátttakendur komu úr leikskólum Fjallabyggðar, Dalvíkurbyggðar og grunnskólum Akureyrar. Það sem þátttakendur fengu út úr þessu raunfærnimati :
*Einingar á framhaldsskólastigi
*Möguleika á frekari námi
*Aukin sjálfsvitund og efling í starfi
*Auknir atvinnumöguleikar og staðfesting á færni í starfi
SÍMEY bíður nú í haust upp á leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú við utanverðan Eyjafjörð í staðnámi sem fer fram bæði í Fjallabyggð og Dalvík. Námið er aðlagað eins og kostur er að þörfum þátttakenda. Hluti þátttakenda í raunfærnimatinu mun halda áfram og taka þátt í þessu námi.
Raunfærnimatið er einstakt tækifæri til að skoða sjálfan sig og fá viðurkenningu fyrir þau störf sem að baki eru. Reynslan sýnir að stór hluti þeirra sem tekur þátt í raunfærnimati heldur áfram í frekari endurmenntun og/eða eflist í sínu starfi.