SÍMEY hefur í samstarfi við IÐUNA og VMA staðið fyrir raunfærnimati í málmsuðu og er það fyrsta sinn sem það er í boði á Íslandi. Nám í málmsuðu er löggild iðngrein og er alls 75 einingar, námið samanstendur af faggreinum sem voru til mats og einnig var verklegur hluti þar sem þátttakendur sýndu færni sína í suðuþættinum. Til að geta tekið þátt í þessu raunfærnimati þá þurfa þátttakendur að hafa viðurkennda 3 ára starfsreynslu að baki. Þátttakendafjöldi var um 12 og hafa þeir möguleika á því að ljúka því sem eftir stendur í náminu í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Aðrir samstarfsaðilar í verkefninu voru Slippurinn, Fagfélagið og Félag málmiðnaðarmanna í Eyjafirði.