Samherji hefur í samstarfi við SÍMEY lokið MARKVISS þarfagreiningu innan fyrirtækisins fyrir starfsmenn landvinnslu. Verkefnið kallast Fræðslustjóri að láni og hefur verið styrkt af Landsmennt. Hugmyndafræðin er sú að stýrihópur starfsmanna undir handleiðslu ráðgjafa frá SÍMEY hefur fundað og leitað leiða til að kanna hvað fyrirtækið vantar varðandi sí og endurmenntun og á hvaða hátt hægt er að stuðla að uppbyggingu innan vinnustaðarins. Í verkefninu hefur verið leitað til hins almenna starfsmanns m.a. með viðhorfskönnunum sem mæla líðan í starfi, einnig er leitað eftir eftirspurn varðandi þjálfun. Fyrirtækið mun skipuleggja nám og námsleiðir í samstarfi við SÍMEY.
Samherji hf. er í hópi umsvifamestu sjávarútvegsfyrirtækja landsins og rekur öflugar landvinnslur bæði á Dalvík og Akureyri.