SÍMEY á aðild að samningi sem var ritað undir í dag í Ungmennahúsinu Rósenborg um þverfaglegt samstarf aðila á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu sem sinna málefnum ungs fólks á aldrinum 16-29 ára.
Þetta verkefni gengur undir heitinu „Virkið“ og er því ætlað að vera vettvangur um samstarf þegar þessi hópur fólks þarf, stöðu sinnar vegna, á þjónustu að halda. Þjónustu sem snýr m.a. að atvinnuleit, skólagöngu, endurhæfingu eða annarri meðferð.
Nafn verkefnisins vísar til þess að því er ætlað að hafa ungt fólk í virkni í samfélaginu. Með þessum samningi er fest á blað með formlegum hætti hvernig skuli bregðast við ef t.d. nemendur hætta námi, hvernig þá er unnt að vísa þeim veginn til virkni á öðrum vettvangi. Að sama skapi er verkefninu ætlað að vísa ungu fólki veginn inn í skólakerfið hyggist það innrita sig til náms.
Eftirtaldir aðilar standa að samkomulaginu auk SÍMEY: Vinnumálastofnun Norðurlands eystra, Akureyrarbær (fjölskyldusvið og Ungmennahúsið - Rósenborg), Fjölsmiðjan á Akureyri, Sjúkrahúsið á Akureyri (geðdeild og BUG teymið), Heilbrigðisstofnun Norðurlands (Heilsugæslan), Virk, Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Grófin geðverndarmiðstöð og Starfsendurhæfing Norðurlands.
Meginmarkmið þessa samstarfs er að: