Á dögunum var opnuð sýning á verkum nemenda sem hafa verið í listanámi hjá Bryndísi Arnardóttur (Billu) núna á vormisseri. Annars vegar er um að ræða nemendur í Listasmiðju - málun og hins vegar Listasmiðju - teikningu. Hvort námskeið er 80 klukkustundir.
Í Listasmiðju - málun sýna eftirtaldir nemendur verk sín í Gallerí SÍMEY: Arnheiður Kristinsdóttir, Helena L. Svansdóttir, Hrafnhildur Alfreðsdóttir, Kristín M. Hreinsdóttir, Kristín Sigurðardóttir og Skúli R. Árnason.
Í Listasmiðju - teikningu sýna eftirtaldir nemendur verk sín: Arnar B. Ólafsson, Árdís G. Aðalsteinsdóttir, Bjarney A. Bjarnadóttir, Dúa Stefánsdóttir, Eygerður B. Þorvaldsdóttir, Hjördís M. Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Alfreðsdóttir, Ingibjörg Jóhannesdóttir og Lísa B. Gunnarsdóttir.
Vert er að taka fram að öllum er opið að líta inn í húsakynni SÍMEY við Þórsstíg og sjá sýninguna.