Greining á þörf fyrir starfsmenntun á Eyjafjarðarsvæðinu
Í verkefni þessu var unnin þarfagreining fyrir SÍMEY vegna starfsmenntunar á
Eyjafjarðarsvæðinu. Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) vann
verkefnið fyrir SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar en framkvæmt var fyrir styrk
frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Aðrir samstarfsaðilar í verkefninu voru
Vinnumálastofnun Norðurlandi eystra, VMA-Verkmenntaskólinn á Akureyri og Eining
Iðja Stéttarfélag.
Framkvæmd var annars vegar netkönnun meðal fólks sem SÍMEY og samstarfsaðilar
höfðu á sínum skrám og sem töldust vera í markhópi fyrir þessa þarfagreiningu. Hins
vegar var framkvæmd könnun meðal forsvarsmanna fyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu
um þarfir þeirra hvað starfsmenntun og fleira því tengt varðar.
Netkönnun meðal almennings var lögð fyrir fólk sem var með skráð netfang á listum
hjá Dalvíkurbyggð, Einingu Iðju Stéttarfélagi, Félagi verslunar og skrifstofufólks á
Akureyri, Fjallabyggð, Kili stéttarfélagi í almannaþjónustu, SÍMEY og Vinnumálastofnun
á Norðurlandi eystra.
Það voru 1.669 einstaklingar semsvöruðu könnuninni eða 53,5% þýðisins.
Netkönnun meðal stjórnenda var lögð fyrir félagsmenn í Samtökum atvinnurekenda á
Akureyri (SATA) Spurningalistinn var sendur til 137 fyrirtækja/einyrkja og
fengust 67 svör eftir þrjár ítrekanir (48,9%).
Skýrslan og niðurstöður verða kynntar frekar í haust. Allar upplýsingar eru að fá hjá SÍMEY. Skýrsla með
niðurstöðum verður birt
hér á vefnum fljótlega.