Þessi glæsilegi hópur fiskvinnslufólks hjá Gjögri á Grenivík lauk fyrir skömmu námi í Grunnmenntaskóla fyrir fiskvinnslufólk, sérhæfður fiskvinnslumaður.
Námskeiðið er 60 kennslustundir og var kennt dagana 2. – 12. apríl. Á myndinni með nemendum er Nanna Bára aðal fagkennari námskeiðsins og Emil Björnsson sem sá um skipulag námskeiðsins fyrir hönd SÍMEY.
Sannarlega flott framtak hjá Gjögri að koma þessu námskeiði á koppinn og vonandi kemur það vinnslunni til góða að efla fagmenntun starfsfólksins.