Útskrift í raunfærnimati iðngreina og skrifstofugreina

Í vetur hefur raunfærnimat í iðngreinum verið í gangi í samstarfi við VMA og IÐUNA-fræðslusetur. Alls voru þátttakendur sem útskrifuðust  úr iðngreinum 30, með um 700 einingar metnar í eftirtöldum greinum vélstjórn, bifvélavirkjun, bifreiðasmíði, matartækni, húsasmíði og málarar. Áframhaldandi skráning er í raunfærnimat og verður haldið áfram með verkefnið strax í ágúst. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband eða skrá sig á www.simey.is og undir raunfærnimat.

Nýtt verkefni fór af stað í vetur í raunfærnimati skrifstofugreina. Í raunfærnimati skrifstofugreina er lagt mat á reynslu og þekkingu í samanburði við námsskrá Skrifstofubrautar í Menntaskólanum í Kópavogi. Skrifstofubrautin er hagnýtt nám á framhaldsskólastigi (33 einingar) sem miðar að því að veita nemendum almenna þekkingu í greinum sem nýtast við krefjandi störf á skrifstofu.  Alls útskifuðust 18 þátttakendur úr þessu raunfærnimat með 332 einingar metnar.

 

SÍMEY óskar öllum þessum þátttakendum til hamingju með frábæran árangur.