Tólf dyraverðir voru brautskráðir í gærkvöld í SÍMEY eftir sex kvölda námskeið þar sem farið var yfir ýmislegt sem dyravörðum er nauðsynlegt að kunna skil á í starfi sínu.
SÍMEY hefur lengi haldið slík dyravarðanámskeið í samvinnu við Einingu-Iðju og lögregluna á Norðurlandi eystra, sum árin eitt námskeið, stundum tvö á ári.