Hópefli, starfsdagar og fundir sem skila góðum árangri!
Árangur innan fyrirtækja fer mikið eftir samheldni starfsmanna og má tengja aukin afköst og árangur við traust og góða samvinnu þeirra á milli. En traust og samvinna koma ekki að sjálfu sér og því mikilvægt að nota tíma í að þétta hópinn og hrista hann saman þannig að úr verði enn betra teymi. Láttu okkur um að skipuleggja daginn og við lofum þér glöðum og samheldnum hóp í kjölfarið.
Miðlunaraðferðin á þína fundi!
Náðu fram því besta hjá samstarfsfólkinu! SÍMEY býður upp á Miðlunaraðferðina sem hentar vel í samvinnu lítilla og stærri hópa. Aðferðina má nýta á fundum, við stefnumótun, skipulagningu verkefna og hugmyndavinnu. Meginmarkmiðið er að skoðanir og hugmyndir allra komi fram.
Hafðu samband og við skipuleggjum skemmtilegan og áhrifaríkan fund fyrir þig og hópinn þinn!
Frekari upplýsingar varðandi fyrirtækjaþjónustu SÍMEY gefa:
Ingunn Helga - 460-5727 - ingunn@simey.is og
Kristín Björk - kristin@simey.is