SÍMEY býður upp á markþjálfun fyrir bæði einstaklinga og teymi.
Í markþjálfun er beitt ákveðinni samtalstækni sem miðar að því að auka sjálfsskilning og ábyrgð einstaklinga. Í markþjálfun fær fólk tækifæri til þess að skoða sjálft sig, hugsanir og hegðun.
Teymismarkþjálfun nýtur síaukinna vinsælda sem verkfæri fyrir liðsheildir sem vilja vinna vel saman t.a.m. að breytingum og ná samstilltum árangri.
Markþjálfi er ekki ráðgefandi heldur leggur áherslu á að viðskiptavinurinn leiti sjálfur lausna á hverju máli sem tekið er fyrir. Hlutverk markþjálfans er að halda utan um ferlið og ná með beinum tjáskiptum og kraftmiklum spurningum að beina viðskiptavininum að kjarna málsins. Öll markþjálfunarsamtöl eru bundin fullum trúnaði.
Ástæðan fyrir að markþjálfun hefur fest sig í sessi á undanförnum árum er einfaldlega að hún skilar árangri. Þeir sem notið hafa góðrar markþjálfunar, hvort sem er í störfum sínum eða einkalífi telja hana framúrskarandi tæki til að ná markmiðum og breyta hegðun eða einfaldlega að hugsa lífið upp á nýtt.
Markþjálfun er því fyrir alla sem vilja ná árangri – hvort sem er í starfi eða einkalífi.
Frekari upplýsingar varðandi markþjálfun:
Ingunn Helga - 460-5727 - ingunn@simey.is