Fyrirtækjasvið SÍMEY býður upp á námskeið og ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir þar sem þarfir hvers og eins eru hafðar að leiðarljósi. SÍMEY býður uppá fjölbreytta þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir þar sem haft er að leiðarljósi að aðlaga þjónustuna að þörfum hvers fyrirtækis.
Fyrirtæki og stofnanir geta sótt um styrki til starfsmenntasjóða fyrir allt að 80% af kostnaði við námskeiðahald. Reglur sjóðanna eru mismunandi en starfsfólk okkar getur aðstoðað við umsóknirnar. Þessir styrkir eru fyrir utan einstaklingsstyrki sem starfsmenn geta sjálfir sótt um.
Nokkrir stórir starfsmenntasjóðir hafa sameinast um eina vefgátt, Áttina, sem tekur við umsóknum og fylgigögnum til eins, fleiri eða allra sjóðanna, allt eftir stéttarfélagsaðild starfsmanna.
Vilt þú fá hlutlausan aðila til að koma og ræða við starfsfólkið? Hjá SÍMEY starfa náms- og starfsráðgjafar sem bjóða upp á ráðgjöf fyrir alla, hvort heldur sem er á vinnustaðnum eða í húsnæði okkar á Akureyri og Dalvík.
Ráðgjafar geta m.a. farið yfir líðan í starfi, samskipti á vinnustað, metið fræðsluþörf, færni, persónulega styrkleika og áhugasvið hvers og eins. Allt eru þetta þættir sem stuðla að bættum starfsanda og aukinni færni og þekkingu.
Árangur innan fyrirtækja fer mikið eftir samheldni starfsmanna og má tengja aukin afköst og árangur við traust og góða samvinnu þeirra á milli. En traust og samvinna koma ekki að sjálfu sér og því mikilvægt að nota tíma í að þétta hópinn og hrista hann saman þannig að úr verði enn betra teymi. Láttu okkur um að skipuleggja daginn og við lofum þér glöðum og samheldnum hóp í kjölfarið.
SÍMEY býður upp á markþjálfun fyrir bæði einstaklinga og teymi. Í markþjálfun er beitt ákveðinni samtalstækni sem miðar að því að auka sjálfsskilning og ábyrgð. Í markþjálfun fær fólk tækifæri til þess að skoða sjálft sig, hugsanir og hegðun.
Teymismarkþjálfun nýtur síaukinna vinsælda sem verkfæri fyrir liðsheildir sem vilja vinna vel saman t.a.m. að breytingum og ná samstilltum árangri. Markþjálfun hefur líka reynst gott verkfæri til að finna lausnir á afmörkuðum vandamálum innan fyrirtækja og stofnana.
Markþjálfi er ekki ráðgefandi heldur leggur áherslu á að viðskiptavinurinn leiti sjálfur lausna á hverju máli sem tekið er fyrir. Hlutverk markþjálfans er að halda utan um ferlið og ná með beinum tjáskiptum og kraftmiklum spurningum að beina viðskiptavininum að kjarna málsins. Öll markþjálfunarsamtöl eru bundin fullum trúnaði.
Þau sem notið hafa góðrar markþjálfunar, hvort sem er í störfum sínum eða einkalífi telja hana framúrskarandi tæki til að ná markmiðum og breyta hegðun eða einfaldlega að hugsa lífið upp á nýtt.
Markþjálfun er því fyrir alla sem vilja ná árangri – hvort sem er í starfi eða einkalífi.
Verkefnastjórar hjá SÍMEY aðstoða fyrirtæki við að hæfnigreina störf og útbúa starfaprófíla.
Vel skilgreindir starfaprófílar geta nýst fyrirtækjum við ráðningar, starfsþróun, innleiðingu á jafnlaunastaðli, nýliðaþjálfun, frammistöðumat og fleira. Sækja má um styrk til verkefna hjá starfsmenntasjóðum og aðstoða verkefnastjórar SÍMEY við umsóknarferlið.
Í starfaprófíl kemur fram:
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur innleitt viðurkennda aðferð til þess að vinna hæfnigreiningar starfa og hafa verkefnastjórar SÍMEY réttindi til að nota aðferðina. Aðferðin byggir á því að skilgreina starfsgreinar sem heild og því endurspeglar starfaprófíllinn sem til verður starfið eins og það er almennt á íslenskum vinnumarkaði þó svo að útfærsla starfsins geti verið með mismunandi hætti hjá einstökum fyrirtækjum.
Greiningarvinna fer fram skipulögðum vinnufundum með 10–20 þátttakendum úr atvinnulífinu sem þekkja vel til starfsins eða viðkomandi starfsgreinar. Afurðin lýsir þeirri hæfni sem skiptir megin máli í viðkomandi starfi og má nota við hönnun náms fyrir viðkomandi starfsmenn eða sem hvata til starfsþróunar.
Frekari upplýsingar varðandi fyrirtækjaþjónustu SÍMEY gefur:
Ingunn Helga - 460-5727 - ingunn@simey.is