Fréttir

Fjölmenni á kynningarfundi um raunfærnimat í iðngreinum

Rakel náms- og starfsráðgjafi frá Iðunni fræðslusetri kom og kynnti raunfærnimat í iðngreinum sem er að fara af stað í samstarfi við SÍMEY

Margt að gerast út með firði

Fræðsluárið fer vel af stað hjá SÍMEY út með firði. Íslenskunámskeið fyrir fólk af erlendum uppruna eru í gangi bæði í Fjallabyggð og Dalvík. Hópur nemenda er í leikskólaliða- og stuðningsfulltrúanám, en um er að ræða svokallaða brú þar sem starfsreynsla er metin á mót námi í bóklegum greinum. Og á núhafinni vorönn byrjaði hópur í félagsliðabrú og koma nemendur í þessar námsleiðir frá Fjallabyggð og Dalvík, kennsla fer fram að meðaltali einu sinni í viku og kennt er til skiptis í byggðarlögunum tveimur. Þá er Starfsmannaskóli Samherja farinn af stað, en sá skóli er ,,námskeiðspakki“ sem starfsfólk Samherja hefur sett saman með aðstoð ráðgjafa hjá SÍMEY. Um er að ræða margvísleg námskeið í tölvum, skyndihjálp, fræðslu fyrir stjórnendur, heilsuvernd o.fl. Um helgina fór svo fram á Dalvík námskeið í hnífasmíði undir stjórn Jóhanns Vilhjálmssonar hnífa- og byssusmiðs. Þar fínunnu þátttakendur hnífsblað og settu á skefti. Árangur námskeiðsins má sjá á meðfylgjandi myndum.

SÍMEY fer í jólafrí

SÍMEY fer í jólafrí 19. desember og opnar aftur 2. janúar kl. 10:00

Útskrift hjá SÍMEY

Miðvikudaginn 18. desember kl. 17:00 verður útskrift hjá SÍMEY. Þeir nemendur sem útskrifast eru beðnir um að koma kl. 16:30 í myndatöku. Hlökkum til að sjá þig. Starfsfólk SÍMEY

Útskrift hjá SÍMEY

Miðvikudaginn 18. desember kl. 17:00 verður útskrift hjá SÍMEY. Þeir nemendur sem útskrifast eru beðnir um að koma kl. 16:30 í myndatöku. Hlökkum til að sjá þig. Starfsfólk SÍMEY

Kynningarfundur um raunfærnimat í málmsuðu

Hefur þú starfað við málmsuðu í þrjú ár eða lengur og vilt ljúka námi í faginu? Þá gæti raunfærnimat verið fyrir þig! Hefur þú starfað við málmsuðu í þrjú ár eða lengur og vilt ljúka námi í faginu? Áhugasömum er bent á að hafa samband við SÍMEY í síma 460 5720 eða með því að senda fyrirspurn á betty@simey.is eða valgeir@simey.is Skráning á kynningarfundinn fer fram á heimasíðu www.simey. is Raunfærnimat miðar að því að meta færni og þekkingu sem viðkomandi býr yfir inn í skólakerfið. Að loknu raunfærnimati fara þátttakendur í skóla og ljúka því námi sem eftir stendur til að útskrifast. Inntökuskilyrði í raunfærnimat eru þriggja ára starfsaldur í greininni og 25 ára lífaldur. Kynningarfundur verður mánudaginn 26. ágúst kl. 17:00 í SÍMEY, Þórsstíg 4, Akureyri. Áhugasömum er bent á að hafa samband við SÍMEY í síma 460 5720 eða með því að senda fyrirspurn á betty@simey.is eða valgeir@simey.is Skráning á kynningarfundinn fer fram á heimasíðu www.simey. is