Fréttir

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

Nám og þjálfun hefst.

Kynning á DASK

Þann 10. júní hélt SÍMEY kynningarfund á Nordplusverkefninu Digitale aftenskoler i Skandinavia, DASK. Verkefnið sem SÍMEY vinnur ásamt DOF Lillebælt í Danmörku og Studieforbundet næring og samfunn í Noregi. Verkefnið gegnur út á að efla fjarnám í dreifðum byggðum og hafa þessir samstarfsaðilar gert fjarnám fyrir kennara sem hyggjast kenna fjarnámskeið. Reiknað er með að búið verði að þýða og staðfæra námskeiðið fyrir Ísland á næsta ári.

Samherji lýkur Marksviss þarfagreiningu í samstarfi við SÍMEY

Samherji hefur í samstarfi við SÍMEY lokið MARKVISS þarfagreiningu innan fyrirtækisins fyrir starfsmenn landvinnslu. Verkefnið kallast Fræðslustjóri að láni og hefur verið styrkt af Landsmennt. Hugmyndafræðin er sú að stýrihópur starfsmanna undir handleiðslu ráðgjafa frá SÍMEY hefur fundað og leitað leiða til að kanna hvað fyrirtækið vantar varðandi sí og endurmenntun og á hvaða hátt hægt er að stuðla að uppbyggingu innan vinnustaðarins. Í verkefninu hefur verið leitað til hins almenna starfsmanns m.a. með viðhorfskönnunum sem mæla líðan í starfi, einnig er leitað  eftir eftirspurn varðandi þjálfun. Fyrirtækið mun skipuleggja nám og námsleiðir í samstarfi við SÍMEY. Samherji hf. er í hópi umsvifamestu sjávarútvegsfyrirtækja landsins og rekur öflugar landvinnslur bæði á Dalvík og Akureyri.

Flokkstjórar vinnuskólans á námskeiði hjá SÍMEY

Sextíu flokkstjórar Vinnuskólanna á Akureyri og Dalvíkur- og Fjallabyggð voru á námskeiði hjá SÍMEY vikuna 4 - 7 júní. Þetta námskeið er hluti af undirbúningi sumarsins þar sem m.a. er fjallað um líkamsbeitingu, réttindi og skyldur, skyndihjálp, umhirðu opinna svæða og Blátt áfram fjallaði um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.

Útskrift hjá SÍMEY

Fjöldi nemenda útskrifaðist úr hinum ýmsum námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins fimmtudaginn 6. júní auk þess luku um 40 nemendur raunfærnimati í iðngreinum          

Búddha hugleiðsla


Leiðbeinendur SÍMEY á námskeiði

Föstudaginn 17. maí bauð SÍMEY leiðbeinendum sínum á svokallað Stiklunámskeið á vegum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Á námskeiðinu var rætt um nauðsyn og gildi þess að notast við ólíkar aðferðir við að meta árangur nemenda. SÍMEY þakkar leiðbeinendum sínum góða þátttöku. 

Framverðir í ferðaþjónustu Dalvíkurbyggð

Námskeið fyrir afgreiðslufólk í verslunum, hótelum og gistiheimilum, söfnum og hvar sem ferðamenn kunna að sækja þjónustu og leita upplýsinga. Í fyrri hluta námskeiðsins er fjallað um hvernig við mætum þörfum og óskum ferðamanna um góða þjónustu. Í síðari hluta námskeiðsins er farið yfir átthagafræði Dalvíkurbyggðar og leitast við að veita þátttakendum innsýn í þá fjölbreyttu þjónustu og afþreyingu sem í boði er á svæðinu. Skráning er hér

Útskrift hjá SÍMEY verður þann 6. júní kl. 16:30

SÍMEY mun útskrifa fimmtudaginn 6. júní kl. 16:30