Fréttir

Viskínámskeið með Snorra Guð.

Það var hópur sælkera sem mætti á viskínámskeið með Snorra Guð þar sem hann paraði mat við viskí. Þátttakendur fóru heim með fullt af hugmyndum til að prófa sig áfram með.

Það var frábær stemmning á kaffinámskeiði SÍMEY!

Hildur Friðriksdóttir hélt skemmtilegt og fræðandi námskeið um kaffi þann 23.október. Hildur talaði um sögu og uppruna kaffis, kenndi þátttakendum aðferðir við kaffismökkun og mismunandi uppáhellingar og svo var vitaskuld gætt sér á dýrindis kaffi í lokin!

Raunfærnimat í iðgreinum-Kynningarfundur

Býrð þú yfir áralangri reynslu og umtalsverðri færni í ákveðinni iðngrein? Erum að fara af stað með raunfærnimat í húsasmíði, bifvélavirkjun, bílamálun, bílsmíði, málverki, múrverki, pípulögnum, matartækni, framleiðslu, kjötiðn, málmsuðu, vélvirkjun, stálsmíði, blikksmíði, rennismíði, vélstjórn og slátrun. Raunfærnimat er fyrir einstaklinga sem eru 25 ára og eldri og hafa unnið í sínu fagi í 5 ár eða lengur. Raunfærnimat hjálpar einstaklingum að ljúka námi sínu og að fá stöðu sína metna. Kynningarfundur í SÍMEY fimmtudaginn 30. október kl. 17:00 Allar frekari upplýsingar eru í síma 460-5720. Einnig er hægt að skrá sig á Skráning á kynningarfundinn er hér

Pure Ebba sló í gegn!

Hátt í 20 konur á öllum aldri mættu á fyrirlestur Ebbu Guðnýjar í SÍMEY um hollt mataræði og bætta heilsu. Skemmtilegur fyrirlesari sem óhætt er að mæla með.

Sigur í samkeppni

Hér fjallar Ingvar um námskeiðið http://www.youtube.com/watch?v=AKSo6Sm9Cwk&feature=youtu.be

Raunfærnimat, hvað er það?

Hildur Elín Vignir framkvæmdarstjóri Iðunnar útskýrir fyrir hlustendum Bylgjunnar hvað raunfærnimat er. Smelltu hér til að hlusta á viðtalið!

Flokkstjórar Vinnuskólans á námskeiði hjá SÍMEY

Flokkstjórar Vinnuskólans í Eyjafirði verða á námskeiði vikuna 3. - 6. júní hjá SÍMEY. Þátttakendur koma frá Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Hörgárbyggð, Svalbarðsströnd, Grenivík, Dalvík og Fjallabyggð. Þátttakendur fá fræðslu um réttindi og skyldur, líkamsbeitingu, vinnubrögð við garðslátt, leiðtogaþjálfun, hagnýtar leiðir til þess að vinna með unglingum ofl. Hópurinn var hristur saman með léttu samvinnuverkefni eins og eftirfarandi mynd sýnir

Útskrift hjá SÍMEY

Á fimmtudaginn kemur, 5. júní, munu nemendur útskrifast úr námi frá frá SÍMEY. Útskriftin fer fram kl. 17:00 í Samkomuhúsinu að Hafnarstræti 57.

List án landamæra


Samstarf um tæknifræðinám á háskólastigi

Erla Björg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri SÍMEY, Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis hafa undirritað samstarfssamning um að þróa fjarnám í tæknifræði á háskólastigi á Akureyri frá og með næsta skólaári.