Fréttir

Útskrift hjá SÍMEY verður þann 6. júní kl. 16:30

SÍMEY mun útskrifa fimmtudaginn 6. júní kl. 16:30

Stiklunámskeið fyrir kennara og leiðbeinendur

Fjölbreytilegar matsaðferðir í fullorðinsfræðslu. Skráning hér

Talnámskeið í íslensku fyrir útlendinga

Ætlað þeim sem hafa áður sótt námskeið í íslensku og/eða þeim sem hafa nokkra undirstöðu. Áhersla er lögð á orðaforða og talmál í tengslum við daglegt líf nemenda. Sjá nánar um námskeiðið hér

Útskrift - Grunnmenntaskóli fyrir fiskvinnslufólk.

Þessi glæsilegi hópur fiskvinnslufólks hjá Gjögri á Grenivík lauk fyrir skömmu námi í Grunnmenntaskóla fyrir fiskvinnslufólk, sérhæfður fiskvinnslumaður. Námskeiðið er 60 kennslustundir og var kennt dagana 2. – 12. apríl. Á myndinni með nemendum er Nanna Bára aðal fagkennari námskeiðsins og Emil Björnsson sem sá um skipulag námskeiðsins fyrir hönd SÍMEY. Sannarlega flott framtak hjá Gjögri að koma þessu námskeiði á koppinn og vonandi kemur það vinnslunni til góða að efla fagmenntun starfsfólksins.

Velkomin í gallerí SÍMEY - konurnar sex

Velkomin í gallerí SÍMEY. Þar sýna Áslaug Gísla, Ásta Eggerts, Fríða Þorleifs, Guðrún Ágústs, Jónheiður Þorsteins og Lísa Sigurðar og kalla þær sig konurnar sex. Sýningin er frá 9. febrúar - 23. mars.

SÍMEY fær EQM gæðavottun

Þann 11. febrúar fékk SÍMEY EQM gæðavottun. Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins birtir frétt afhendinguna, sjá hér

Vorönnin að fara af stað hjá SÍMEY

Fjöldi námskeiða í boði hjá SÍMEY vorönnina 2013. Er eitthvað sem hentar þér?

Frétt N4 um útskrift úr Hljóð- og kvikmyndasmiðju

Frétt N4 um útskrift úr Hljóð- og kvikmyndasmiðju má sjá á eftirfarandi hlekk

Hárið - námskeið

SÍMEY og Theodóra Mjöll höfundur bókarinnar bjóða upp á námskeið í hárgreiðslum. Farið  verður í einfaldar og flottar hárgreiðslur sem allir geta lært. Hárið inniheldur uppskriftir af  yfir 70 hárgreiðslum, allt frá venjulegu tagli yfir í árshátíðargreiðslur. Einnig er ýtarlegur kafli í byrjun bókarinnar þar sem öllum spurningum um hár og hárumhirðu er svarað. Bókin „Hárið“ verður á sérstöku tilboði á námskeiðinu. Tvö námskeið verða í boði sunnudaginn 2. desember  kl. 12:00 og kl. 15:00 Námskeiðsgjald 5000 kr. Skráning fer fram á heimasíðu SÍMEY, www.simey.is eða í síma 460-5720 Skráning á námskeið kl. 12 er hér Skráning á námskeið kl. 15 er hér

Bókasafnsheimsókn á Dalvík

Nemendur í íslensku fyrir útlendinga á Dalvík brugðu undir sig betri fætinum og skelltu sér á bókasafn.