15.08.2012
Uppeldi til ábyrgðar miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn barna og unglinga og þjálfa þau
í að ræða um tilfinningar og átta sig á þörfum sínum. Vinnuaðferðunum er einnig ætlað að styðja starfsmenn skóla
við að móta sér skýra stefnu varðandi samskipti og agamál. Öðru fremur er um að ræða aðferðir við að kenna
sjálfstjórn og sjálfsaga og styrkja einstaklinga í því að læra af mistökum sínum. Hugmyndafræðin hefur áhrif á
kennsluhætti, stjórnunarhætti, áherslur í lífsleiknikennslu og ekki síst á meðferð agamála. Segja má að breyting
verði á kenniviðmiðum (paradigm) skólasamfélagsins varðandi samskipti og aga.
Hugmyndafræði uppeldis til ábyrgðar byggist á því að einstaklingurinn geti tekið sjálfstæðar, siðferðilegar
ákvarðanir varðandi eigin hegðun þegar hann er laus undan skömmum, hótunum, sektarkennd eða væntingum og loforðum um umbun og að hann fái
tækifæri til að meta lífsgildi sín. Markmiðið er að styrkja einstaklinginn í að vera sá sem hann vill vera með hliðsjón af
eigin sannfæringu frekar en að stjórnast út frá geðþótta annarra. Námskeiðið sem kennt verður er svokallað 3B sem gefur
yfirsýn yfir það hvernig kennt er í uppbyggingarstefnunni og kenningar í hópstjórn inni í kennslustofunni. (gæðaveröld,
grunnþarfir, hvernig persóna vil ég vera, gildi ( bekkjarsamningurinn), hegðunarvagninn, heilinn os.frv.) Skoðaðir verða Ýmsir bæklingar, borðspil
söngbók o.fl.
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Dalvíkurbyggð og samtök um uppbyggingarstefnuna á Íslandi.
Lengd: 6 klukkustundir Kennari: Cindy Brown, þjálfari í uppbyggingarstefnunni frá Manitoba, Kanada. Hvar:
Menningarhúsinu Bergi, Dalvík. Hvenær: 15. ágúst kl. 10:00-17:00 Verð: 9.000 kr. Munið eftir styrkjum
stéttarfélaga og starfsmenntasjóða Nánari upplýsingar veitir Helgi Þ. Svavarsson (helgis(hjá)simey.is)