Fréttir

MIG MAG suðusmiðja-nokkur sæti laus!

SÍMEY býður upp á námskeið í málmsuðu. Í þessari smiðju verður lögð áhersla á MIGMAG suðu. Nemandi sem hefur lokið smiðju í málmsuðu er fær um að sjóða samkvæmt verklýsingum og hefur þekkingu til að vinna sjálfstætt eftir suðuferilslýsingu. Einnig öðlast hann nægilega færni, leikni og öryggi í vinnubrögðum til að hann sé gjaldgengur á vinnumarkaði. Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestrarformi og verklegri vinnu en auk þessa þurfa þátttakendur að halda verkdagbók á meðan á námskeiði stendur. Miðað er við að fagbókleg kennsla nemai að lágmarki 13 klukkustundum af 80 klukkustunda heildarnámstíma námsins. Lengd:80 klst. Byrjar fljótlega þegar þátttaka hefur náðst. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum kl.16:30-20:30 og föstudögum kl.15:00-19:00 Verð: 28.000 kr. Skráning sendist á valgeir@simey.is eða undir lengri námsleiðir Málmsuðu hér á heimasíðunni

Að efla einbeitingu og sjálfstraust nemenda!

Sérsniðið námskeið fyrir kennara, náms- og starfsráðgjafa Á námskeiðinu eru kenndar aðferðir Hugarfrelsis; sjálfsstyrking, öndun, jóga, slökun og hugleiðsla. Aðferðirnar miða að því að efla einbeitingu, styrkleika, sjálfsmynd, draga úr kvíða og auka ró og kyrrð nemenda.Innifalið. Kennslubók, verkefnahefti, heilræðaspjöld, geisladiskur með slökunartónlistLengd: 6 klst.kennari: Leiðbeinendur frá Hugarfrelsi (www.hugarfrelsi.is)Hvar: SÍMEY, Þórsstíg 4Hvenær: 13.október kl.13:00-20:00Verð: 29.900

Spennandi námskeið fyrir ferðaþjónustuaðila hefst 21.október

Námskeiðið hefst 21.október, vikuleg myndbönd og verkefni.5 vikna fjarnám og vinnustofa þann 19.nóvember kl.13-17 Námskeiðið er ætlað aðilum í ferðaþjónustu til að skapa sér sess á netinu. Það nýtist sérstaklega einyrkjum og smærri fyrirtækjum án markaðsdeildar til að uppgötva nýjar leiðir til að einfalda alla vinnu við markaðsmál, vöruþróun og samskipti við viðskiptavini á netinu. Hvað er tekið fyrir?Fjallað verður um hagnýtar markaðsaðgerðir, virkni Tripadvisor.com og Facebook og samspil þessara miðla. Skoðuð verða dæmi um frábæra umsagnarækt og tækifæri til úrbóta. Hvað mun ég læra á námskeiðinu?Að námskeiði loknu munu þátttakendur hafa skýr svör við eftirfarandi spurningum:•Hvað eru mikilvægustu markaðsaðgerðirnar fyrir mitt fyrirtæki?•Á hverju byggja aðgerðir sem eru bæði einfaldar og áhrifamiklar?•Hvernig finn ég tíma til að sinna markaðsmálum? •Námskeiðið hefst 21.október með fjarnámi - nemendur fá senda tölvupósta 5 x í viku með kennslumyndböndum og verkefnum.•Námskeiðinu lýkur með vinnustofu 6 kennslustundir, t.d. frá kl. 13-17 á fimmtudaginn 19.11. kl.13-17 Kennari: Helgi Þór Jónsson frá Sponta  Vinnulotan fer fram 19.11, kl.13-17 í SÍMEY, Þórsstíg 4 Verð: 39.000 kr.  Allar frekari upplýsingar hjá SÍMEY og skráning s.4605720 eða á www.simey.is - starfsnám

Starfsmenn Grunnskóla Akureyrar á námskeiði

Fimmta  árið í röð tekur SÍMEY þátt í sí- og endurmenntun skólaliða, stuðningsfulltrúa, ritara, húsvarða og matráða í  grunnskólum Akureyrar með námskeiðinu  „Að verða hluti af heild“. Mikil ánægja hefur verið með þetta námskeið og má segja að það sé orðið hluti af starfsdögum grunnskólanna. Tilgangurinn með námskeiðinu er að efla og hvetja starfsmenn í kröfuhörðum störfum fyrir komandi vetur. Það er von og trú allra sem að þessu verkefni  koma að vel hafi tekist til og skili þátttakendum uppbyggilegri fræðslu sem hægt er að nýta í starfi.Efla skólasamfélagið þannig að starfsmenn grunnskólanna geti dafnað í starfi og veitt nemendum sem besta þjónustu. Námskeiðið var haldið dagana 17. til 20.ágúst og í þetta sinn tóku um 120 starfsmenn þátt í 9 klukkustunda námskeiði þar sem fjallað meðal annars er um samskipti á vinnustað, frímínútnagæslu og leikjastjórnun, og reiðistjórnun/agastjórnun.  Leiðbeinendur hafa allir mikla og víðtæka þekkingu á sínu sviði. Öllum þátttakendur bauðst að sækja viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa til að skoða frekari möguleika til sí- og endurmenntunar að námskeiði loknu. Við hjá SÍMEY og Akureyrarbæ þökkum þátttakendum og leiðbeiendum kærlega samstarfið á námskeiðinu og óskum starfsfólki velfarnaðar í sínum störfum á komandi vetri.   Námskeiðið styrkja Sveitamennt og Mannauðssjóður Kjalar starfsmenntunarsjóður starfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni.Námskeið

Breytingar hjá Fjölmennt

SÍMEY hefur um nokkurra ára skeið haft umsjón með námskeiðahaldi fyrir Fjölmennt- fullorðinsfræðslu fatlaðra á starfssvæði miðstöðvarinnar.

Anna Lóa ráðin til SÍMEY

SÍMEY hefur fengið til liðs við sig Önnu Lóu Ólafsdóttur, sem tekur við starfi verkefnastjóra, náms- og starfsráðgjafa hjá miðstöðinni. Hún tekur við keflinu af Heimi Haraldssyni 1. september nk. En SÍMEY þakkar Heimi frábært samstarf og óskar honum farsældar á nýjum vettvangi.

FRÍ 19. júní!

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar íslenskra kvenna, verður starfsfólk SÍMEY í fríi föstudaginn 19. júní. Opnun galvösk eftir helgi. Gleðilega hátíð!

Háskólabrú Keilis á Akureyri

Háskólabrú Keilis er í boði á Akureyri. Sjá nánar á heimasíðu Keilis hér